Loading...
Orlofshús2020-05-14T00:07:28+00:00

Orlofshús Verkalýðsfélags Snæfellinga

Verkalýðsfélag Snæfellinga hefur til útleigu fimm vel staðsettar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Fjórar íbúðir í Þorrasölum 13-15 og eina á Klapparstíg 1. Félagið hefur einnig til leigu eitt sumarhús á Spáni.

Leiga á íbúðum:

Félagið á 5 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagsmenn geta fengið leigðar í einn eða fleiri sólarhringa í senn frá sunnudegi til föstudags, en frá föstudegi til sunnudags eru þær aðeins leigðar í tvo sólarhringa. Leigan á sólarhring til félagsmanna er 4500 kr. fyrir minni íbúðirnar hver sólarhringur en 5000 kr. á sólarhring fyrir þær stærri. Þá er 5000 kr. lyklagjald sem greiðist við afhendingu lykils sem er síðan endurgreitt þegar lyklum er skilað.

Leiga á sumarhúsum

Ný sumarhús voru tekin í notkun í Húsafelli og Svignaskarði í júní 2018.

Vetrartími: Sumarhúsin eru leigð út í helgarleigu og vikuleigu frá 15.september til 15.maí ár hvert og er leigan fyrir eina helgi 15.000 kr. og ein vika 25.000 kr. Sumartími : Sumarhúsin eru einungis leigð út í vikutíma yfir sumarið. Sumartíminn er frá 15.maí -15.september. Úthlutun fyrir sumarleigu stendur yfir frá 20.apríl -13.maí fyrir sumarið 2020.

Vinaminni á Spáni

Verkalýðsfélag Snæfellinga, ásamt þremur öðrum stéttarfélögum, hefur til umráða orlofsíbúð nr. 13 í Altomar III í Los Arenales á Spáni.

Styrkur úr Orlofssjóði

Styrkir eru einungis greiddir til félaga sem greitt hafa í félagið í 12 mánuði eða lengur.

Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.

Orlofssjóður veitir styrki til leigu á sumarhúsum innanlands, ferðavögnum og húsi félagsins á Alicante á Spáni. Styrkupphæð er 20.000 kr. á 24 mánaða tímabili þó aldrei meira en 50% af reikning.

Umsóknareyðublað

Reglugerð orlofssjóðs

Orlofsuppbót og orlofsuppbótarauki 2019

Orlofsuppbót er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní á ári hverju. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur [...]

Niðurstaða kosninga um kjarasamninga LÍV og SA

Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. Kjarasamningarnir voru samþykktur með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna innan LÍV. [...]

Aðalfundur í dag

Minnum á aðalfund félagsins í dag 15.apríl. Fundurinn verður haldinn að Borgarbraut 16 í Grundarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Verkalýðsfélags Snæfellinga  

Sumarúthlutun 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarúthlutun í sumarhúsum félagsins og er hún opin til og með 24.apríl. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofum félagsins og einnig [...]

Go to Top