Brekkuskógur 1 í  Húsafelli

Verkalýðsfélga Snæfellinga á 1 orlofshúshús staðsett í Húsafelli.

Hús og húsbúnaður

Húsið er 89 m² og í því eru 3 svefnherbergi með gistirými fyrir 8, stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Húsið er útbúið öllum helsta húsbúnaði ásamt ræstibúnaði, ræstiefni og salernispappír. Sængur og koddar eru í húsinu en hafa þarf með sér sængurfatnað og handklæði.

Leiguskilmálar

Húsið er leigt í viku í senn yfir sumartímann frá föstudegi til föstudags og ganga þarf frá leigusamningi á skrifstofum félagsins. Komutími er ekki fyrr en kl:16:00 og brottför ekki seinna en kl:12:00. Lykill eru í lyklaboxi við hús og númerið að því er á leigusamningi.

  • Leigjandi ber ábyrgð á öllum húsbúnaði meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum.  Ef eitthvað skemmist skal tikynna tjónið til umsjónarmanns eða á skrifstofu félagsins.
  • Skiptidagar á sumrin eru föstudagar, leigjendur skili húsunum í síðasta lagi kl. 12:00
  • Við brottför skal ræsta húsið vandlega. Ryksuga og þvo öll gólf (einnig undir rúmum og húsgögnum). Á baðherbergi skal þrífa sturtuklefa, salerni og vask. Ganga skal frá og þrífa í eldhúsi, þ.m.t. örbylgjuofn, ísskáp, bakaraofn og önnur áhöld og tæma ísskáp. Fjarlægja allt rusl og skila því af sér þar sem við á. Ganga vel frá grilli og þrífa. Tæma og þrífa heitapottinn. Skilja lykla eftir í lyklahúsi.
  • Umsjónarmaður fer yfir húsin eftir hverja dvalargesti og gætir þess að allt sé eins og það á að vera. Hann kannar einnig ástand húsanna og viðskilnað almennt. Ef þrif eru ekki í lagi  eða aðrar athugasemdir koma fram geta leigjendur átt von á reikningi vegna þess.
  • Varast skal að staðsetja grill við glugga þegar grillað er vegna hættu á að glerið springi.
  • Ganga skal frá grilli í geymslu.
  • Allt dýrahald er bannað í húsinu.
  • Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.
  • Höfum í huga að það er sameiginlegt verkefni okkar allra að halda orlofshúsum í góðu lagi. Skiljum við okkur eins og við viljum taka við.