Þorrasalir 13 – 15

Verkalýðsfélag Snæfellinga á fjórar íbúðir að Þorrasölum 13-15.

Þrjár þeirra eru með þremur svefnherbergjum og ein með tveimur herbergjum.

Allar eru íbúðirnar vel útbúnar með öllum helsta húsbúnaði. Sængur og koddar eru í íbúðum en hafa þarf með sér rúmföt eða leigja rúmföt hjá umsjónarmanni íbúða. Óheimilt er að nota sængur og kodda án rúmfata.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofum félagsins.