júlí 2022

Afgreiðsla úr sjúkrasjóð í Júlí

2022-07-05T13:56:24+00:005. júlí 2022|

Vegna sumarleyfa þurfa umsóknir í sjúkrasjóð að berast til félagsins eigi síðar en 14.júlí til þess að fá afgreiðslu í júlí. Minnum einnig á opnunartíma í sumar. Sjá opnunartíma hér .  

júní 2022

Sumaropnun á skrifstofum/Opening hours for summer

2022-06-27T09:17:36+00:0023. júní 2022|

Vegna sumarleyfa, 4.júlí – 8.ágúst,  verður opnunartími á skrifstofum félagsins með breyttu sniði. Opnunartíma má sjá hér. Athugið að áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar Due to summer holidays ,4th of July – 8th of August, the opening hours for the union offices will be limited as follows. Click here to see the plan. [...]

SGS afhendir SA kröfugerð sína

2022-06-22T14:16:52+00:0022. júní 2022|

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands afhenti í dag fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð SGS vegna kjarasamninga á almennum markaði, sem verða lausir 1. nóvember næstkomandi. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag komandi viðræðna og þau úrlausnarefni sem liggja fyrir samningsaðilum. Gert er ráð fyrir að formlegar viðræður byrji um miðjan ágúst og voru aðilar sammála um að ganga [...]

maí 2022

Ályktun trúnaðarráðs

2022-05-05T10:39:21+00:005. maí 2022|

Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 4. maí 2022. Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga fordæmir þá ákvörðun stjórnar Eflingar að ráðast í hópuppsögn á öllum starfsmönnum sínum. Slíkar hópuppsagnir hafa eingöngu tíðkast þegar verið er að hætta alfarið starfsemi fyrirtækja eða leggja þau niður. Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga tekur undir fordæmingu forseta ASÍ á þeirri [...]

2022-05-05T08:47:54+00:005. maí 2022|

Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki stóðu saman að samkomum dagsins á Snæfellsnesi. Ágætlega var mætt á baráttufundi á svæðinu sem voru haldnir á Fosshótel Stykkishólmi, samkomuhúsinu Grundarfirði og félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, flutti barátturæðu dagsins . Ræðuna má lesa hér https://www.kjolur.is/is/um-kjol/frettir-vidburdir/frettir/felagar-til-hamingju-med-daginn Flutt voru atriði [...]

apríl 2022

Sumarúthlutun lokið

2022-04-29T13:17:55+00:0029. apríl 2022|

Úthlutun sumarhúsa fyrir sumarið 2022 er nú lokið. Sendur var tölvupóstur á þá sem sóttu um. Ef einhver umsækjandi telur sig ekki hafa fengið svar vinsamlegast hafið samband við skrifstofur félagsins. Eitthvað er af lausum vikum og nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Allar nánari upplýsingar í síma 588-9191 eða verks@verks.is

Aðalfundur

2022-04-27T09:21:43+00:0027. apríl 2022|

Aðalfundur Verkalýðsfélags Snæfellinga verður haldinn mánudaginn 4.maí kl. 19:00 að Grundargötu 30, Grundarfirði . Venjuleg aðalfundarstörf. Þeir sem óska eftir fari á fundinn vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 588-9191 eða á verks@verks.is Stjórn Verkalýðsfélags Snæfellinga.

Uppfærðir kauptaxtar vegna hagvaxtarauka

2022-04-26T12:17:04+00:0026. apríl 2022|

Í síðustu kjarasamningum var samið í fyrsta skipti um svokallaðan hagvaxtarauka sem tekur mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti fær launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun sín ef ákveðinn hagvaxtarauki næst. Til þess að hagvaxtaraukinn virkist þarf hagvöxtur á mann að vera meiri en 1%. Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um [...]

mars 2022

Umsóknir um orlofshús sumarið 2022

2022-03-17T17:06:11+00:0025. mars 2022|

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarhús fyrir sumarið 2022. Opið er fyrir umsóknir til og með 15.apríl. Sumartímabilið er frá 20.maí - 2.september og eru sumarhúsin aðeins leigð í viku yfir það tímabil, frá föstudegi til föstudags. Hægt er að sækja um sumarhús í Húsafelli, Svignaskarði og Akureyri. Minnum einnig á að við höfum [...]

Go to Top