Vinaminni á Spáni

Verkalýðsfélag Snæfellinga, ásamt þremur öðrum stéttarfélögum, hefur til umráða orlofsíbúð nr. 13 í Altomar III í Los Arenales á Spáni.

Raðhúsahverfið Altomar III í Los Arenales er rétt sunnan við Alicante borg og mjög gott útsýni er til Alicante frá ströndinni í Los Arenales. Akstur frá Alicante flugvelli til hverfisins tekur um 15 mínútur, en um 20 mínútna akstur er inn í miðborg Alicante frá íbúðinni. Auðvelt er að taka bílaleigubíl frá flugvelli og auðvelt að fylgja leiðbeiningum til áfangastaðar.

Nánari upplýsingar um húsið

Laus tímabil

Íbúðin Altomar á Spáni er aðeins bókanleg með því að hringja í skrifstofu Verkalýðsfélags Vestfirðinga í síma 456-5190.