Klapparstígur 1

Verkalýðsfélag Snæfellinga á eina íbúð sem staðsett er að Klapparstíg 1 og er hún á 6 hæð.

Eitt svefnherbergi er í íbúðinni en einnig er svefnsófi í stofu.

Íbúðin er vel útbúin með öllum helsta húsbúnaði. Sængur og koddar eru í íbúðinnu en hafa þarf með sér rúmföt eða leigja rúmföt hjá umsjónarmanni íbúða. Óheimilt er að nota sængur og kodda án rúmfata.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofum félagsins.