Loading...
Orlofshús2023-10-17T14:51:33+00:00

Orlofshús Verkalýðsfélags Snæfellinga

Verkalýðsfélag Snæfellinga hefur til útleigu :

     Fimm vel staðsettar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Félagið hefur einnig sumarhús til leigu í Borgarfirði og Spáni.

Leiga á íbúðum:

Félagið á 5 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagsmenn geta fengið leigðar í einn eða fleiri sólarhringa í senn frá sunnudegi til föstudags, en frá föstudegi til sunnudags eru þær aðeins leigðar í tvo sólarhringa. Leigan á sólarhring til félagsmanna er 4500 kr. fyrir minni íbúðirnar hver sólarhringur en 5000 kr. á sólarhring fyrir þær stærri. Þá er 5000 kr. lyklagjald sem greiðist við afhendingu lykils sem er síðan endurgreitt þegar lyklum er skilað.

Leiga á sumarhúsum

Ný sumarhús voru tekin í notkun í Húsafelli og Svignaskarði í júní 2018.

Vetrartími: Sumarhúsin eru leigð út í helgarleigu og vikuleigu frá 15.september til 15.maí ár hvert og er leigan fyrir eina helgi 15.000 kr. og ein vika 25.000 kr. Sumartími : Sumarhúsin eru einungis leigð út í vikutíma yfir sumarið. Sumartíminn er frá 15.maí -15.september.

Vinaminni á Spáni

Verkalýðsfélag Snæfellinga, ásamt þremur öðrum stéttarfélögum, hefur til umráða orlofsíbúð nr. 13 í Altomar III í Los Arenales á Spáni.

Styrkir úr Orlofssjóði

Athugið að styrkir eru skattskyldir, nánari upplýsingar um undanþágur o.fl. má finna hér.

Styrkir eru einungis greiddir til félaga sem greitt hafa í félagið í 6 mánuði eða lengur.

Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.

Gögn sem skilast með umsókn um styrk : Sundurliðaður reikningur á nafni umsækjanda, sem sannanlega er greiddur.

  • Styrkur vegna flugferða: Styrkupphæð 20.000 kr.- á 24 mánaða tímabili en þó aldrei meira en 50% af reikning. Vegna flugferða innanlands eða frá Íslandi til áfangastaða erlendis.
  • Gisting að eigin vali : Styrkupphæð 30.000 kr.- á 12 mánaða tímabili greitt að hámarki 7000 kr.- á nótt. Ekki er hægt að sækja um styrkinn vegna gistingar innanlands sem er niðurgreidd af stéttarfélögum.

Með umsókn staðfestir umsækjandi að viðkomandi hefur kynnt sér reglur orlofssjóðs, m.a. reglur um skil húsa, sektir og endurkröfuheimildir sjóðsins.
Jafnframt heimilar umsækjandi starfsmönnum Verkalýðsfélags Snæfellinga að vinna persónuupplýsingar viðkomandi í þágu félagsins og leita staðfestingar á gefnum upplýsingum og öðru því er varðar umsókn.

Go to Top