Halldóruhagi 4, 600 Akureyri

Verkalýðsfélga Snæfellinga hefur til umráða íbúð á Akureyri.

Hús og húsbúnaður

Íbúðin er 66,4 m² að stærð, tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, samliggjandi stofa og eldhús, baðerbergi og þvottahús eru einnig sameiginlegt rými. Íbúðin er útbúin öllum helsta húsbúnaði ásamt ræstibúnaði, ræstiefni og salernispappír. Sængur og koddar eru í húsinu en hafa þarf með sér sængurfatnað og handklæði.

Leiguskilmálar

Komutími er  kl:16:00 og brottför ekki seinna en kl:12:00.

  • Leigjandi ber ábyrgð á öllum húsbúnaði meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum.  Ef eitthvað skemmist skal tikynna tjónið til umsjónarmanns eða á skrifstofu félagsins.
  • Skiptidagar á sumrin eru föstudagar, leigjendur skili húsunum í síðasta lagi kl. 12:00
  • Við brottför skal ræsta húsið vandlega. Ryksuga og þvo öll gólf (einnig undir rúmum og húsgögnum). Á baðherbergi skal þrífa sturtuklefa, salerni og vask. Ganga skal frá og þrífa í eldhúsi, þ.m.t. örbylgjuofn, ísskáp, bakaraofn og önnur áhöld og tæma ísskáp. Fjarlægja allt rusl og skila því af sér þar sem við á.
  • Umsjónarmaður fer yfir húsin eftir hverja dvalargesti og gætir þess að allt sé eins og það á að vera. Hann kannar einnig ástand húsanna og viðskilnað almennt. Ef þrif eru ekki í lagi  eða aðrar athugasemdir koma fram geta leigjendur átt von á reikningi vegna þess.
  • Allt dýrahald er bannað í húsinu.
  • Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.
  • Höfum í huga að það er sameiginlegt verkerfni okkar allra að halda orlofshúsum í góðu lagi. Skiljum við okkur eins og við viljum taka við.