Loading...
Orlofshús2022-10-03T14:57:36+00:00

Orlofshús Verkalýðsfélags Snæfellinga

Verkalýðsfélag Snæfellinga hefur til útleigu :

     Fimm vel staðsettar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Félagið hefur einnig sumarhús til leigu í Borgarfirði og Spáni.

Leiga á íbúðum:

Félagið á 5 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagsmenn geta fengið leigðar í einn eða fleiri sólarhringa í senn frá sunnudegi til föstudags, en frá föstudegi til sunnudags eru þær aðeins leigðar í tvo sólarhringa. Leigan á sólarhring til félagsmanna er 4500 kr. fyrir minni íbúðirnar hver sólarhringur en 5000 kr. á sólarhring fyrir þær stærri. Þá er 5000 kr. lyklagjald sem greiðist við afhendingu lykils sem er síðan endurgreitt þegar lyklum er skilað.

Leiga á sumarhúsum

Ný sumarhús voru tekin í notkun í Húsafelli og Svignaskarði í júní 2018.

Vetrartími: Sumarhúsin eru leigð út í helgarleigu og vikuleigu frá 15.september til 15.maí ár hvert og er leigan fyrir eina helgi 15.000 kr. og ein vika 25.000 kr. Sumartími : Sumarhúsin eru einungis leigð út í vikutíma yfir sumarið. Sumartíminn er frá 15.maí -15.september.

Vinaminni á Spáni

Verkalýðsfélag Snæfellinga, ásamt þremur öðrum stéttarfélögum, hefur til umráða orlofsíbúð nr. 13 í Altomar III í Los Arenales á Spáni.

Styrkur úr Orlofssjóði

Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.

Orlof að eigin vali. Styrkinn er hægt að nýta vegna gisti eða ferðakostnaðar. Styrkupphæð er 20.000 kr. á 12 mánaða tímabili þó aldrei meira en 50% af reikning. Ekki er hægt að sækja um styrkinn vegna leigu á húsum félagsins.

Umsóknareyðublað

Reglugerð orlofssjóðs

Orlofshús & fleira

Go to Top