Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki stóðu saman að samkomum dagsins á Snæfellsnesi. Ágætlega var mætt á baráttufundi á svæðinu sem voru haldnir á Fosshótel Stykkishólmi, samkomuhúsinu Grundarfirði og félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.
Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, flutti barátturæðu dagsins . Ræðuna má lesa hér https://www.kjolur.is/is/um-kjol/frettir-vidburdir/frettir/felagar-til-hamingju-med-daginn
Flutt voru atriði frá tónlistarskólunum á svæðinu, leik-og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og píanóleikarinn Tómas Jónsson tóku nokkur vel valin lög og að skemmtiatriðum loknum var boðið upp á kaffiveitingar.