Það líður að 100 ára afmæli ASÍ. Eins og fram hefur komið verðum við með tónleika á fjórum stöðum á landinu 12. mars og mig langar að biðja ykkur að láta ykkar félagsmenn vita af þessum viðburðum og hvetja þá til þátttöku. Ef þið hafið þegar sent áskorun á ykkar félagsmenn þá er það frábært. Stutt áminning á föstudagsmorgun væri hins vegar snjallur leikur þar sem úthlutun miða hefst á www.tix.is næsta föstudag kl. 12 á hádegi. Hámarks miðafjöldi á mann eru 6 miðar og dugar að prenta þá út eða hafa þá tiltæka í símanum. Nauðsynlegt er að sýna miða á tónleikastað. Vinsamlegast ekki taka fleiri miða en tryggt er að þú og þínir munið nota.
Með kveðju .