apríl 2021

Sumarúthlutun 2021

2021-04-23T08:49:20+00:0023. apríl 2021|

Úthlutun sumarhúsa fyrir sumarið 2021 er nú lokið. Þeim sem sóttu um hefur verið sendur tölvupóstur. Ef einhver umsækjandi telur sig ekki hafa fengið svar vinsamlegast hafið samband við skrifstofur félagsins. Einhverjar vikur eru ennþá lausar og nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstu fær. Allar nánari upplýsingar í síma 588-9191 eða verks@verks.is

mars 2021

Stjórnarkjör Verkalýðsfélags Snæfellinga árið 2021.

2021-03-15T12:20:14+00:0016. mars 2021|

Samkvæmt lögum Verkalýðsfélags Snæfellinga ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þau embætti sem kjósa á um í ár samkvæmt lögum félagsins eru sem hér segir : Til tveggja ára: Varaformann og ritara Trúnaðarráð Verkalýðsféglags Snæfellinga hefur samþykkt eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2021. Komi ekki fram fleiri listar telst eftirfarandi listi sjálfkjörinn Varaformaður: Jóhanna Steingrímsdóttir [...]

Veiðileyfi í neðsta svæði Norðurár sumarið 2021

2021-03-15T10:44:01+00:0015. mars 2021|

Félagsmönnum Verkalýðsfélags Snæfellinga sem dvelja í sumarhúsi félagsins í  Svignaskarði býðst að kaupa veiðileyfi í neðsta veiðisvæði Norðurár. Veiðitímabilið er frá 7. júní til 14. september. Forgangur til þeirra félagsmanna sem hafa fengið úthlutað húsi í sumar er til 1. júní. Opið verður fyrir almennar pantanir eftir það. Leigjendur á hverjum tíma geta kannað með laus [...]

Frí námskeið fyrir félagsmenn

2021-03-03T14:10:39+00:003. mars 2021|

Akademias býður þrjú MasterClass netnámskeið frítt. MasterClass námskeið eru rafræn námskeið á netinu en með skráningu fæst aðgangur að námskeiðum í 12 mánuði. Nemendur geta því lært hvar og hvenær sem er en jafnframt farið oft yfir námsefnið á tímabilinu. Hér má sjá lista yfir MasterClass námskeið Akademias Fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu hafið [...]

febrúar 2021

Námskeið í boði fyrir einstaklinga í atvinnuleit

2021-02-25T21:39:59+00:0025. febrúar 2021|

NTV skólinn í samstarfi við Vinnumálstofnun býður einstaklingum í atvinnuleit uppá sérstakt námskeið í „Sölu-, markaðs- og rekstrarmálum“ sem byrja nú í vikulok og standa yfir fram í byrjun júnímánaðar. Námskeiðin eru tvö aðskilin námskeið þar sem annað er á íslensku og hitt er kennt á ensku. Námskeiðin verða keyrð sem staðarnám og fjarnám. Námskeiðin [...]

janúar 2021

Verkalýðsfélag Snæfellinga vinnur mál gegn Íslandshótelum

2021-01-19T12:56:56+00:0019. janúar 2021|

Félagsdómur hefur staðfest með dómi þann 17. Desember sl. ágreiningsmál Verkalýðsfélags Snæfellinga gegn Íslandshótelum. Greint var um það hvort að starfsmaður á fyrsta starfsári taki aðeins út veikindarétt sinn þá daga sem hann hefði að óbreyttu átt að vera að vinna, það er þegar hann hefur forfallast, en ekki þegar hann átti að vera í [...]

Gríptu tækifærið – frí námskeið fyrir félagsmenn !

2021-01-15T21:59:48+00:0015. janúar 2021|

Frítt starfsmiðað nám í boði fyrir félagsmenn stéttarfélaga á landsbyggðinni. Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt hafa framlengt samning sinn við NTV skólann um starfsmiðað fjarnám fyrir félagsmenn sína á landsbyggðinni til 1.apríl. Námsleiðirnar sem eru að hefjast núna í febrúar eru: - Bókhald grunnur - Skrifstofu- & tölvufærni - Digital Marketing - App & [...]

Félagsmannasjóður

2021-01-13T08:27:45+00:0013. janúar 2021|

Allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.  Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist vinsamlegast fyllið út þetta rafræna eyðublað.  Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi [...]

desember 2020

Ankieta

2020-12-04T12:05:00+00:004. desember 2020|

Drodzy członkowie, W Verkalýðsfélag Snæfellinga potrzebujemy waszej pomocy. Chcemy was poprosić o udział w krótkiej ankiecie na temat waszej sytuacji na rynku pracy. Ankieta nie zajmie wiele czasu, a wszystkie osoby, które udzielą odpowiedzi, trafią do puli i mogą wygrać bon prezentowy o wartości 30 000 kr. Ankieta została opracowana przez Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, [...]

Go to Top