Samkvæmt lögum Verkalýðsfélags Snæfellinga ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þau embætti sem kjósa á um í ár samkvæmt lögum félagsins eru sem hér segir :

Til tveggja ára: formann

Trúnaðarráð Verkalýðsféglags Snæfellinga hefur samþykkt eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2022. Komi ekki fram fleiri listar telst eftirfarandi listi sjálfkjörinn

Formaður: Vignir Smári Maríasson
Aðrir í stjórn félagsins eru:
Varformaður : Dallilja Inga Steinarsdóttir
Ritari : Dana Sif Óðinsdóttir
Meðstjórnendur :
Margrét Sigríður Birgisdóttir
Ólöf Ingibjörg Hallbergsdóttir
Reynir Guðjónsson
Harpa Eiríksdóttir

Skila skal framboðslistum til stjórnarkjörs í Verkalýðsfélagi Snæfellinga árið 2022, ásamt meðmælum að minnsta kosti 30 fullgildra félagsmanna, á skrifstofu Verkalýðsfélags Snæfellinga Ólafsbraut 19, 355 Ólafsvík, merkt kjörtstjórn, fyrir kl:15:00 þann 6.apríl 2022.