Ályktun trúnaðarráðs
Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 4. maí 2022. Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga fordæmir þá ákvörðun stjórnar Eflingar að ráðast í hópuppsögn á öllum starfsmönnum sínum. Slíkar hópuppsagnir hafa eingöngu tíðkast þegar verið er að hætta alfarið starfsemi fyrirtækja eða leggja þau niður. Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga tekur undir fordæmingu forseta ASÍ á þeirri [...]