Styrkir

Athugið að styrkir eru skattskyldir, nánari upplýsingar um undanþágur o.fl. má finna hér.

Styrkir eru einungis greiddir til félaga sem greitt hafa í félagið í 6 mánuði eða lengur.

Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.

Gögn sem skilast með umsókn um styrk : Sundurliðaður reikningur á nafni umsækjanda, sem sannanlega er greiddur.

Gleraugnastyrkur : 50% af reikning en þó að hámarki 80.000 kr. á tveggja ára fresti. Heimilt er að nýta þennan styrk til gleraugnakaupa og linsukaupa. Gleraugnastyrk er hægt að nýta fyrir barn félagsmanns 50% af reikning en þó að hámarki 40.000 kr. á tveggja ára fresti.

Heyrnartækjastyrkur : 50.000 kr. fyrir annað eyrað (100.000 kr. fyrir bæði), þó aldrei meira en 50% af reikningi á þriggja ára fresti.

Göngugreining : Hámark kr. 5000 á ári.

Krabbameinsleit: greiðist að fullu, þó aldrei meira en 10.000 kr. á ári.

Almenn rannsókn hjá hjartavernd: 50% af reikning en þó aldrei meira en 10.000 kr. á ári.

Sjúkraþjálfun/nudd : 50% af reikning en þó aldrei meira en 50.000 kr. á ári.

Heilsurækt svo sem sund, líkamsrækt o.fl. 50% af reikning en þó aldrei meira en 40.000 kr. á ári.

Augnaðgerðir: svo sem laser, eða augnsteinaskipti aðgerðir, 50% af reikning en þó aldrei meira en 50.000 kr. fyrr annað, 100.000 kr. fyrir bæði á þriggja ára fresti.

Viðtalsmeðferð: hjá sálfræðing/fjölskylduráðgjafa/geðlækni, 50% af reikning en þó aldrei meira en 80.000 kr. á ári. Greining á ADHD skal styrkt samkvæmt þessari grein, þó aldrei meira en 50% af reikning.

Tannlæknastyrkur: 75 % af reikning þó aldrei meira en 30.000 kr á ári.

Dvöl v/endurhæfing : dvöl starfandi félagsmanna sem fara í endurhæfingu á endurhæfingarstofnun samkvæmt tilvísun frá lækni, geta sótt um greiðslu að hámarki 2000 kr. á dag í allt að 45 daga (6 vikur), þó greiðist aldrei meira en 50% af reikningi

Ferðastyrkur: 2 ferðir á ári (ekki greitt fyrir valkvæðar ferðir). Meðfylgjandi þarf að vera höfnun á greiðslu frá Tryggingarstofnun. Greitt er 10.000 kr. fyrir 200-400 km en 15.000 kr. fyrir 400/+ km.

Tæknifrjóvgun/ættleiðing: hámark 100.000 kr. en þó aldrei meira en 50% af reikningi á tveggja ára fresti.

Fæðingarstyrkur : 50.000 kr. með hverju barni. Skila þarf fæðingarvottorði frá Þjóðskrá Íslands. Gildir frá 01.06.2020

Dánarbætur: fyrnist um 5% á ári í 5 ár frá því að síðasta greiðsla iðgjalda berst og fellur þá niður að fullu. Hafi félagsmaður greitt til félagsins samtals í 10 ár á hann rétt á 150.000 kr. styrk. Bótafjárhæð greiðist samkvæmt grein 5.10. í reglugerð sjúkrasjóðs.