Dagpeningar í veikinda og slysatilfellum

Dagpeningar greiðast samanlagt í 120 daga á hverjum 12 mánuðum og eru 80% af heildarlaunum viðkomandi þó að hámarki 816.266 kr. á mánuði.
Heimilt er að greiða hlutfallslega dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki vegna veikinda unnið fulla vinnu samkvæmt læknisráði.
Réttur til dagpeninga endurnýjast á hverjum 12 mánuðum, talið frá þeim degi sem dagpeningagreiðslum lýkur hverju sinni.

Dagpeningar vegna langveikra eða fatlaðra barna
Félagsmenn eiga rétt á dagpeningum í allt að 90 daga vegna veikinda langveikra og alvarlega fatlaðra barna , samkv.grein 5.3.

Dagpeningar vegna veikinda maka
Félagsmenn eiga rétt á dagpeningum í allt að 90 daga vegna alvarlegra veikinda maka, samkv.grein 5.2.

Dagpeningar vegna áfengis og vímuefnameðferðar 
Heimilt er að veita félagsmanni styrk að lokinni meðferð vegna áfengis-, spila- eða fíkniefnasýki. Styrkupphæð er greidd sem dagpeningar að hámarki 21 dagur samkvæmt gr.5.4. Styrkur greiðist að lokinni meðferð.
Aðeins greitt einu sinni.