Hlutverk sjúkrasjóðs er að styrkja félaga og koma til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu vegna veikinda, styðja við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga og einnig að koma til móts við útgjöld vegna andláts sjóðsfélaga.
Umsókn ásamt fylgigögnum skal skilað á skrifstofur félagsins fyrir 19. hvers mánaðar en að jafnaði er greitt út síðasta dag hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir.
Með umsókn staðfestir umsækjandi að viðkomandi hefur kynnt sér reglur sjúkrasjóðs, m.a. reglur um endurkröfuheimildir sjóðsins. Jafnframt heimilar umsækjandi starfsmönnum Verkalýðsfélags Snæfellinga að vinna persónuupplýsingar viðkomandi í þágu félagsins og leita staðfestingar á gefnum upplýsingum og öðru því er varðar umsókn.