About Verkalýðsfélag Snæfellinga

This author has not yet filled in any details.
So far Verkalýðsfélag Snæfellinga has created 203 blog entries.

mars 2024

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning skrifstofu og versunarfólks

2024-03-18T11:53:00+00:0018. mars 2024|

Atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga aðildarfélaga LÍV við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hófst kl. 10:00 í morgun, mánudaginn 18. mars 2024. Atkvæðagreiðslan stendur til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars. Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði. Allar upplýsingar um samninginn má finna hér. Til að greiða atkvæði um samninginn [...]

Umsóknir um orlofshús sumarið 2024

2024-04-09T08:42:22+00:0015. mars 2024|

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarhús fyrir sumarið 2024. Opið er fyrir umsóknir til og með 5.apríl. Sumartímabilið er frá 31.maí – 30.ágúst og eru sumarhúsin aðeins leigð í viku yfir það tímabil. Í sumar hefur félagið sumarhús til útleigu í Húsafelli, Svignaskarði , á Flúðum og íbúð á Akureyri.    

LÍV undirritar kjarasamning við SA

2024-03-14T10:59:37+00:0014. mars 2024|

LÍV og Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir kjarasamning sem gildir til loka janúar árið 2028. Samningurinn verður kynntur af félögunum og lagður fyrir félagsfólk í atkvæðagreiðslu sem fyrirhugað er að ljúki þann 21. mars 2024. Markmið samningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá er markmiðið jafnframt að auka kaupmátt launafólks, skapa [...]

Rafræn atkvæðagreiðsla – Nýr kjarasamningur aðildarfélaga SGS og SA

2024-03-13T12:15:44+00:0013. mars 2024|

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning aðildarfélaga SGS við SA hefst í dag 13.mars kl.12:00 og stendur til kl.09:00, miðvikudaginn 20. mars. Hægt er að greiða atkvæði hér (sjá hnapp fyrir neðan). Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum SGS sem vinna eftir [...]

Kynningarfundir

2024-03-11T14:44:42+00:0011. mars 2024|

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara 7.mars 2024. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Hér er hægt að sjá allar helstu upplýsingar varðandi nýja samninginn.  Opnað verður fyrir kosningu kl.12:00 miðvikudaginn 13.mars. [...]

Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn

2024-03-08T08:28:35+00:008. mars 2024|

Breiðfylkingin, sem samanstendur af Starfsgreinasambandinu, Samiðn og Eflingu, hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í gær. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Meginmarkmið samnings  Lækkun verðbólgu og vaxta [...]

febrúar 2024

Stjórnarkjör 2024

2024-02-27T12:29:46+00:0027. febrúar 2024|

Samkvæmt lögum Verkalýðsfélags Snæfellinga ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þau embætti sem kjósa á um í ár samkvæmt lögum félagsins eru sem hér segir : Til tveggja ára: Formann Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga hefur samþykkt eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2024. Komi ekki fram fleiri listar telst eftirfarandi listi sjálfkjörinn Formaður: Vignir Smári Maríasson Skila [...]

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna

2024-02-16T16:42:05+00:0016. febrúar 2024|

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk kl. 15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62% Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi: Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 62,84% já og 37,16% sögðu nei, auðir og ógildir seðlar voru 8. [...]

Go to Top