Styrkir úr Orlofssjóði
Athugið að styrkir eru skattskyldir, nánari upplýsingar um undanþágur o.fl. má finna hér.
Styrkir eru einungis greiddir til félaga sem greitt hafa í félagið í 6 mánuði eða lengur.
Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.
Gögn sem skilast með umsókn um styrk : Sundurliðaður reikningur á nafni umsækjanda, sem sannanlega er greiddur.
- Styrkur vegna flugferða: Styrkupphæð 20.000 kr.- á 24 mánaða tímabili en þó aldrei meira en 50% af reikning. Vegna flugferða innanlands eða frá Íslandi til áfangastaða erlendis.
- Gisting að eigin vali : Styrkupphæð 30.000 kr.- á 12 mánaða tímabili, greitt er 50% af reikning þó aldrei meira en 7000 kr.- á gistinótt. Ekki er hægt að sækja um styrkinn vegna gistingar innanlands sem er niðurgreidd af stéttarfélögum.