Kjarasamningur undirritaður við Samband íslenskra sveitarfélaga – rafræn kosning hefst í dag
Þann 3. júlí síðastliðinn, undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, þar með talið Verkalýðsfélag Snæfellinga, kjarasamning til fjögurra ára við Samband íslenskra sveitarfélaga. SGS vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara þann 20. júní og síðan þá höfðu samningsaðilar fundað stíft undir verkstjórn ríkissáttasemjara í þeim tilgangi að ganga frá samningi sem báðir aðilar gætu unað við. Þau fundarhöld báru [...]