Ályktun í tilefni af kvennafrídeginum
Þing Starfsgreinasambandsins samþykkti 24. október 2019. Starfsgreinasamband Íslands minnist þess að 44 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á ómetanlegu vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilum. Því [...]