Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamning SGS og ríkisins 2019-2023
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn er rafræn og hefst fimmtudaginn 19. mars kl. 12:00 og lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00.
Vegna samkomubanns er erfitt að halda fyrirhugaða kynningu um samninginn. Hér fyrir neðan eru hlekkir á kynningarefni sem sett hefur verið saman. Ef einhverjar spurningar vakna um samninginn eða óskað er eftir aðstoð við að kjósa er hægt að hafa samband við formann félagsins í síma 862-6002 eða vignir@verks.is.

Kosið er með því að smella á “KJÓSA” hér að neðan.

Einnig verður boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar föstudaginn 27. mars.

Kjarasamningur SGS og ríkisins 2019-2023

Kynning á samningnum