desember 2024
Ályktun stjórnar Verkalýðsfélags Snæfellinga – Virðing og SVEIT
Stjórn Verkalýðsfélags Snæfellinga fordæmir aðför SVEIT (Samtök fyrirtækja á vetingamarkaði) og meints „stéttarfélags“ sem stofnað var nýverið og ber heitið Virðing. Virðing ber öll merki þess að vera gervi „stéttarfélag“, stofnað af hálfu atvinnurekenda í veitingageiranum, stendur utan heildarsamtaka launafólks og hefur gert gervikjarasamning sem er ekki í nokkru samræmi við þá lögmætu samninga sem [...]
Pistill formanns – gul stéttarfélög
Undanfarið hefur verið skrifað á heimasíðum Eflingar og Einingar Iðju um svokallað stéttarfélag sem ber nafnið Virðing, eftir að maður hefur skoðað heimasíðu þess og þennan svokallaða kjarasamning þeirra og SVEIT (samtök veitingamanna) sést berlega að um “gult” stéttarfélag er að ræða, þessi samningur er búinn til af eigendum SVEIT eins og kemur fram hjá [...]
september 2024
Fréttatilkynning í tilefni af fréttaskýringaþætti Kveiks þar sem fjallað var um aðbúnað verkafólks, misneytingu og vinnumansal. Undirrituð félög telja ástæðu til að árétta að mál af þeim toga sem fjallað var um í þættinum varðandi launaþjófnað og slæman aðbúnað verkafólks koma reglulega á borð félaganna. Mikið er um alvarleg brot gagnvart verkafólki og er erlent [...]
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 10.september í húsnæði félagsins að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, fundurinn hefst kl.17:00. Dagskrá fundar: Kjör fulltrúa á 46.þing ASÍ 18-20.október 2024 Fundir og fræðsla haustsins Önnur mál
ágúst 2024
Nýtt sumarhús í Stykkishólmi
Félagið hefur tekið í notkun nýtt sumarhús sem staðsett er í Arnarborgum í Stykkishólmi. Húsið er 110 m² og í því eru 3 svefnherbergi með gistirými fyrir 8, stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Húsið var í útleigu í sumar til félags á suðurlandi og fengu okkar félagsmenn afnot af sumarhúsi á Flúðum í staðinn. [...]
júlí 2024
Yfirlýsing frá Sjómannasambandi Íslands
Sjómannasamband Íslands, sem Verkalýðsféalg Snæfellinga er aðili að, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni. Reykjavík 8. júlí 2024 Yfirlýsing Sjómannasambands Íslands vegna frávika frá aðalkjarasamningi. Sjómenn ganga í störf hafnarverkamanna og taka að sér löndun eftir langa útiveru. Sjómannasamband Íslands leggur það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara [...]
Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur
Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, þar með talið Verkalýðsfélag Snæfellinga, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 1.-8. júlí. Á kjörskrá voru 1.309 manns og var kjörsókn 22,84%. Já sögðu 87,96%, nei sögðu 7,69% og 4,35% tóku ekki [...]
Kjarasamningur undirritaður við Samband íslenskra sveitarfélaga – rafræn kosning hefst í dag
Þann 3. júlí síðastliðinn, undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, þar með talið Verkalýðsfélag Snæfellinga, kjarasamning til fjögurra ára við Samband íslenskra sveitarfélaga. SGS vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara þann 20. júní og síðan þá höfðu samningsaðilar fundað stíft undir verkstjórn ríkissáttasemjara í þeim tilgangi að ganga frá samningi sem báðir aðilar gætu unað við. Þau fundarhöld báru [...]