Félagsmannasjóður
Kæri félagsmaður, starfaðir þú hjá sveitarfélagi á síðasta ári? Vissir þú að í gildandi kjarasamningi SGS við sveitarfélögin er fjallað um Félagsmannasjóð, nánar tiltekið í kafla 13.8. Þar segir: 13.8. Félagsmannasjóður Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í félagsmannasjóð sem nemur 2,2% af heildarlaunum félagsmanna. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram 1. febrúar ár hvert samkvæmt stofnskrá [...]






