About Verkalýðsfélag Snæfellinga

This author has not yet filled in any details.
So far Verkalýðsfélag Snæfellinga has created 210 blog entries.

mars 2020

Laun í sóttkví – aðgerð til að hægja á útbreiðslu COVID-19

2020-03-18T10:11:43+00:0018. mars 2020|

Í samræmi við þríhliða yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar frá 5.3 2020 um nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 hefur á undanförnum dögum verið unnið að lagafrumvarpi sem tryggja á launarétt launafólks sem þarf að sæta sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram á Alþingi og er þar til [...]

Hvetjum til rafrænna samskipta – Farsóttin – corona virus – koronawirus

2020-03-17T15:57:29+00:0017. mars 2020|

Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið frá sér vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, viljum við hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu félagsins fremur en að mæta á skrifstofurnar ef hægt er. Verkalýðsfélag Snæfellinga vill vekja athygli félagsmanna á að fjölda erinda við félagið er hægt að sinna í gegnum síma [...]

Stjórnarkjör 2020

2020-03-24T11:25:15+00:0011. mars 2020|

Kjör í stjórn og nefndir Verkalýðsfélags Snæfellinga árið 2020. Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Snæfellinga samþykkti 1.mars síðastliðinn tillögu uppstillinganefndar að framboði til stjórnarkjörs í félaginu, í þau embætti sem kjósa á um í ár samkvæmt lögum félagsins. Skila skal framboðum til stjórnarkjörs í Verkalýðsfélagi Snæfellinga árið 2020, ásamt meðmælum að minnsta kosti 30 fullgildra félagsmanna, á skrifstofu [...]

Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19

2020-03-06T11:13:03+00:006. mars 2020|

Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Mikill fjöldi launafólks hefur að tilmælum yfirvalda farið [...]

Freedom of choice for union membership – Wolność zrzeszania – Félagafrelsi

2020-03-03T13:25:10+00:003. mars 2020|

Freedom of choice for union membership Just recently, a new collective agreement has been made between Starfsgreinasamband Íslands (SGS) (Federation of General and Special workers in Iceland) and Samband Íslenskra Sveitarfélaga (Icelandic Association of Local Authorities). The change that has been made, is that cancelled has been the clause, stating the priority to work, to [...]

febrúar 2020

Samkomulag við ríkið

2020-02-20T13:12:52+00:0020. febrúar 2020|

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og Samninganefnd ríkisins náðu samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið undanfarna mánuði og hefur m.a. verið að störfum vinnuhópur aðila á opinberum markaði um breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu. Endanlegar tillögur starfshóps liggja ekki fyrir. Þegar þær eru frágengnar kemur samninganefnd SGS saman og tekur [...]

Páskaúthlutun sumarhúsa

2020-02-17T13:12:43+00:0017. febrúar 2020|

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarhúsin í Svignaskarði og Húsafelli fyrir páskavikuna 08.-15. apríl. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofum félagsins og einnig hér.  Umsóknarfrestur er til 06.mars 2020. Páskaumsókn_2020

Pistill formanns – Af gefnu tilefni

2020-02-13T11:22:52+00:0013. febrúar 2020|

Félagafrelsi. Nú er nýsamþykktur kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga. Þar er gerð sú breyting, að fellt er út ákvæði um forgangsrétt til vinnu, til að jafna réttarstöðu aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gagnvart opinberu stéttarfélögunum. Með þessum samningi fylgir yfirlýsing, undirrituð af samningsaðilum, sem ítrekar það sem alltaf hefur verið í lögum og samningum, að [...]

Samningur 17 SGS félaga við sveitarfélögin samþykktur

2020-03-24T11:25:47+00:0010. febrúar 2020|

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir starfsmenn sveitarfélaga liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 16 félaga um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 3. til 10. [...]

Go to Top