Skrifstofur félagsins hafa opnað aftur fyrir heimsóknir. Viljum við þó áfram hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu félagsins fremur en að mæta á skrifstofurnar ef hægt er. Verkalýðsfélag Snæfellinga vill vekja athygli félagsmanna á að fjölda erinda við félagið er hægt að sinna í gegnum síma og með tölvupósti. Sími félagsins er 588-9191 en einnig má senda póst á verks@verks.is og bregst starfsfólk félagsins hratt við erindum.
Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir heimsóknir á skrifstofurnar viljum við biðla til félagsmanna og þeirra sem þurfa á þjónustu félagsins að halda að virða tveggja metra regluna og skilaboð heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma.
Þökkum þolinmæði og skilning
Starfsfólk Verkalýðsfélgs Snæfellinga