Veiðileyfi í neðsta svæði Norðurár sumarið 2021
Félagsmönnum Verkalýðsfélags Snæfellinga sem dvelja í sumarhúsi félagsins í Svignaskarði býðst að kaupa veiðileyfi í neðsta veiðisvæði Norðurár. Veiðitímabilið er frá 7. júní til 14. september. Forgangur til þeirra félagsmanna sem hafa fengið úthlutað húsi í sumar er til 1. júní. Opið verður fyrir almennar pantanir eftir það. Leigjendur á hverjum tíma geta kannað með laus [...]