Umsóknum í sjúkrasjóð Verkalýðsfélag Snæfellinga skal skila inn rafrænt í gegnum vefsíðu félagsins.
Styrkir eru greiddir út 15. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það og síðasta virka dag hvers mánaðar. Umsóknir þurfa að berast að lágmarki 2 virkum dögum fyrir útgreiðsludag.
Skila þarf umsóknum um dagpeninga eigi síðar en 19.hvers mánaðar til þess að umsókn fái afgreiðslu í þeim mánuði. Greitt er út síðasta virka dag hvers mánaðar.
Allar umsóknir sem falla beint undir reglugerð sjúkrasjóðs eru afgreiddar af starfsmanni félagsins, ef upp koma vafamál er umsóknin lögð fyrir stjórn sjúkrasjóðs.
Mikilvægt er að umsóknir séu rétt útfylltar og nauðsynleg fylgiskjöl fylgi með. Starfsmaður félagsins hefur ekki heimild til þess að afgreiða umsóknir séu þær ekki rétt útfylltar og nauðsynleg gögn liggi fyrir.