Reglugerð Orlofssjóðs Verkalýðsfélags Snæfellinga

  1. grein. Nafn sjóðsins og heimili

Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Verkalýðsfélags Snæfellinga,skammstafað Orlofssjóður VS, og er eign þess félags. Heimili hans og varnarþing er í Snæfellsbæ.

  1. grein. Tilgangur og markmið

Tilgangur sjóðsis er að gera sjóðfélögum kleift að njóta orlofs með því að:

  1. Koma upp, eiga og reka orlofssvæði, orlofsshús og orlofsíbúðir til að leigja félagsmönnum á eigin vegum eða í samvinnu við önnur félög og samtök.
  2. Taka þátt í kostnaði af orlofsferðum félagsfólks og auka möguleika félagsmanna á fjölbreytni í orlofsmálum, t.d. með því að semja um hagstæð kjör um gistingu, bæði innanlands og utan.
  3. Standa fyrir kynningar-og fræðslustarfi í sambandi við orlofsmál og nýtingu orlofs.

Heimilt er að skipa ferðanefnd sem annast undirbúning og skipulagningu einstakra orlofsferða. Sjóðnum er heimilt að ganga til samstarfs við önnur stéttarfélög í framangreindum tilgangi.

  1. grein. Tekjur sjóðsins

Tekjur sjóðsins eru:

  1. a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins skv. kjarasamningum félagsins.
  2. b) Leigutekjur af rekstri þeirra eigna sem sjóðurinn á.
  3. c) Vaxtatekjur og annað sem til fellur.
  4. grein. Skipan sjóðsstjórnar

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara, þeir eru kosnir til tveggja ára í senn með sama hætti og stjórn félagsins samkvæmt lögum félagsins. Ný stjórn tekur við þegar kjöri hennar hefur verið lýst á aðalfundi.

  1. gerin. Hlutverk stjórnar sjóðsins

Hlutverk sjóðsstjórnar er að:

  1. Annast vörslu og ávöxtun sjóðsins
  2. Annast rekstur og umsjón eigna , þ.m.t. byggingarframkvæmdir, viðhald og leigu ef um það er að ræða.
  3. Annast samskipti við önnur félög og samtök vegna orlofsmála.
  4. Úthluta samkvæmt reglum sjóðsins.

Sjóðsstjórn skal koma saman svo oft sem þurfa þykir en eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Sjóðsstjórn skal halda gerðarbók þar sem fundargerðir og ákvarðanir eru skráðar. Sjóðsstjórn skiptir að öðru leyri með sér verkum. Hún setur reglur þar sem kveðið er á um rétt til úthutunar.

Stjórnun sjóðsins skal vera í samræmi við þau sjónarmið sem gilda skv. almennum stjórnsýslureglum, lögum og starfs-og siðareglum félagsins.

  1. grein. Reikningar og endurskoðun

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir af skoðunarmönnum reikninga og löggiltum endurskoðenda félagsins fyrir aðalfund. Halda skal bókhaldi sjóðsins aðskildu frá öðrum fjárreiðum félagsins.

Um bókhald, reikninga og endurskoðun fer að öðru leyti skv.lögum og starfsreglum félagsins, viðmiðunarreglum um bókhald og ársreikninga stéttarfélaga og landssambanda sbr. 47.gr. laga ASÍ eins og þær reglur eru á hverjum tíma.

  1. grein. Ávöxtun sjóðsins

Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins í ríkisskuldabréfum, í skuldabréfum tryggðum með öruggum fasteingaveðum, í fasteignum tengdum starfsemi sjóðsins, í bönkum og sparisjóðum eða á annan þann hátt er stjórn sjóðsins metur tryggan. Ávallt skal þess gætt að varsla og ráðstöfun fjármuna sjóðsins fari eigi í bága við markmið hans og verkerfni.

  1. grein. Afgreiðsla og rekstrarkostnaður

Afgreiðsla sjóðsins er á öllum þjónustuskrifsofum félagsins. Allan beinan kostnað við rekstur ber sjóðurinn sjálfur. Kostnað vegna afgreiðslu og skrifstofuhalds skal ákveða í samkomulagi milli stjórnar og félagsstjórnar.

  1. grein. Réttur til úthlutunar úr sjóðnum

Sjóðfélagar eru þeir sem greitt er af iðgjald til sjóðsins.

Rétt til úthlutunar orlofshúsa og orlofsíbúða eiga allir félagsmenn Verkalýðsfélags Snæfellinga sem greitt er af til sjóðsins. Einnig þeir sem lokið hafa starfsævi hjá félaginu, eru orðnir 67 ára eða eldir eru öryrkjar og hafa verið félagsmenn eigi skemur en 5 ár. Atvinnuleitendur og félagsmenn í fæðingarorlofi sem greitt er af til félagsins viðhalda þeim rétti sem þeir hafa áunnið sér. Rétt til annarra orlofsúrræða eiga eingöngu þeir félagsmenn sem greitt er af til sjóðsins.

Hafi iðgjöld til orlofssjóðs ekki verið greidd vegna sjóðfélaga, en hann getur fært sönnur á félgsgjöld hafi samkvæmt reglulega útgefnum launaseðlum verið dregin af launum hans síðustu 6 mánuði, skal hann njóta réttar eins og iðgjöld til orlofssjóðs hafi verið greidd. Rétt þeirra sem greitt er hlutfallslega lægra iðgjald af en 1% af launum í félagssjóð er heimilt að skerða í sama hlutfalli og iðgjald atvinnurekenda er lægra en 1%.

  1. grein. Umsóknir

Umsóknir skulu vera á eyðublöðum sem fást á skrifstofum félagsins og einnig á rafrænu formi á heimasíðu þess. Umsóknum skal skilað rafrænt eða á skrifstofur félagsins.

  1. grein. Málskot

Heimilt er að vísa ágreiningi vegna úthlutunar til úrskurðar félagsstjórnar.

  1. grein. Breytingar á reglugerðinni.

Reglugerð þessari má aðeins breyta á aðalfundi félagsins enda sé þess getið í fundarboði að reglugerðatbreytingar séu á dagskránni. Tillögu til reglugerðarbreytinga, sem einstakir félagsmenn vilja koma á framfæri, skal skila til félagsstjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða nægir til þess að reglugerðarbreyting teljist samþykkt.

Reglugerð þessi samþykkt á aðalfundi Verkalýðsfélags Snæfellinga þann 13.júní 2014 og breytt á aðalfundi þann 4.júní 2021