Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað? Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

  • Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.
  • Ef ekki er trúnaðarmaður á vinnustaðnum hvetur  Verkalýðsfélag Snæfellinga félagsmenn til þess að kjósa trúnaðarmann á vinnustaðinn.
  • Skrifstofa félagsins veitir alla aðstoð við kosningu trúnaðarmanna á vinnustöðum. Síminn á skrifstofu er 588-9191 og netfangið er verks@verks.is.

Hlutverk trúnaðarmanna

  • Hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum er mjög mikilvægt, bæði fyrir félagsmenn og ekki síður fyrir stéttarfélagið.
  • Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og sem slíkur er hann tengiliður félagsins og starfsmanna.
  • Þar sem eru virkir trúnaðarmenn er oft minna um ágreining sem berst til stéttarfélagsins, enda auðveldara að leysa málin inni á vinnustaðnum.
  • Meginhlutverk trúnaðarmanna er að gæta þess að kjarasamningar séu virtir, starfsfólk á að snúa sér til trúnaðaramannsins með umkvartanir sínar honum ber þá að rannsaka málið strax.
  • Komist trúnaðaramaður að því að umkvartanir eigi við rök að styðjast skal hann snúa sér til atvinnurekandans eða fulltrúa hans með umkvörtun og kröfu um lagfæringu.
  • Trúnaðarmaður þarf ekki að bíða þess að kvörtun berist, ef hann grunar að það sé verið að brjóta á starfsmanni getur hann hafist handa við að skoða málið.

 

Handbók trúnaðaramannsins