Greitt úr félagsmannasjóði starfsfólks sveitarfélaga
Þann 6.febrúar greiddi Verkalýðsfélag Snæfellinga úr félagsmannasjóði til félagsmanna sem starfa eða hafa starfað hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu frá 1. janúar - 31. desember 2023. Í kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2019 var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Sveitarfélögin greiða mánaðarlega 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sjóð. Verkalýðsfélag [...]