Vegna hækkandi olíuverðs á heimsmarkaði lækkar skiptaverð til sjómanna þann 1. júlí 2020.
Þegar afli er seldur til vinnslu innanlands verður skiptaverðið 73% af aflaverðmætinu þegar hann er seldur óskyldum aðila en 73,5% þegar hann er seldur skyldum aðila (sjá þó fyrri frétt um ágreining við SFS um þetta).
Skiptaverð á frystiskipunum verður 73,5% af FOB verðmætinu og 68% af CIF vermætinu í júlí. Þegar rækja er fryst um borð verður skiptaverðið í júlí 70,5% af FOB verðmætinu og 65% af CIF verðmætinu.
Sjá má nánari upplýsingar um skiptaverðið í töflu á heimasíðu SSÍ.