Verkalýðsfélag Snæfellinga, S.D.S og S.F.R stóðu saman að samkomum dagsins á Snæfellsnesi.
Vel var mætt á baráttufundi á svæðinu sem voru haldnir á Fosshótel Stykkishólmi, samkomuhúsinu Grundarfirði og félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.
Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flutti barátturæðu dagsins . Ræðu Drífu má lesa hér.
Flutt voru atriði frá tónlistarskólunum á svæðinu, rappararnir Jói P og Króli tóku nokkur lög og að skemmtiatriðum loknum var boðið upp á kaffiveitingar.