Þann 21. janúar s.l. undirrituðu Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins nýjan samning, sem felur í sér viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári á hinum almenna vinnumarkaði.
Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá árinu 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins fer með umboð 15 aðildarfélaga sambandsins og undirritaði samningin fyrir þeirra hönd. Önnur aðildarfélög sambandsins undirrituðu samninginn einnig (Stéttarfélag Vesturlands og Flóabandalagið).
Samninginn má sjá hér (pdf) http://www.asi.is/media/275030/Kjarasamningur-AS%C3%8D-og-SA-211-2016.pdf
Kosið verður um samninginn