Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands
Undanfarnar þrjár vikur hafa samningaviðræður um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífins farið fram undir verkstjórn Ríkissáttasemjara. Forsendur viðræðna hafa verið umræða um nýja launatöflu, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu á vinnumarkaði og fleiri atriði. Í viðræðum undanfarinna vikna hefur ýmislegt áunnist, annað þokast í rétta átt og sumt er óleyst og því virðist ekki vera lengra [...]