Kæri félagsmaður, starfaðir þú hjá sveitarfélagi á síðasta ári?

Vissir þú að í gildandi kjarasamningi SGS við sveitarfélögin er fjallað um Félagsmannasjóð, nánar tiltekið í kafla 13.8. Þar segir:

13.8. Félagsmannasjóður
Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í félagsmannasjóð sem nemur 2,2% af heildarlaunum félagsmanna. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram 1. febrúar ár hvert samkvæmt stofnskrá sjóðsins.
Gjaldið var áður 1,5% en er 2,2% frá 1. apríl 2024.

Allir  félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2025 eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum í byrjun febrúar.

Forsenda þess að hægt sé að greiða úr sjóðnum er að félagið hafi bankaupplýsingar þeirra félagsmanna sem eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum.

Athugið að ekki er tekin staðgreiðsla af upphæðinni sem greidd er út til félagsmanna. Því þarf að greiða skatta af þessum greiðslum eftir á.

Kíktu inn á félagavefinn og kannaðu hvort þínar upplýsingar séu réttar.

Athugið að þeir sem eru á almennum vinnumarkaði eiga ekki rétt á greiðslum úr félagsmannasjóði