Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki stóðu saman að samkomum dagsins á Snæfellsnesi.
Vel var mætt á baráttufundi á svæðinu sem voru haldnir á Fosshóteli í Stykkishólmi, samkomuhúsinu í Grundarfirði og félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.
Valmundur Valmundssons formaður Sjómannasambands Íslands flutti barátturæðu dagsins . Ræðu Valmundar má lesa hér.
Flutt voru atriði frá tónlistarskólunum á svæðinu, Lalli töframaður mætti á svæðið og að skemmtiatriðum loknum var boðið upp á kaffiveitingar.