Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun orlofshúsa félagsins 10. mars klukkan 12:00. Sumartímabilið 2025 er frá 5. júní til 15. ágúst. Hægt er að sækja um til miðnættis 30. mars en punktastaða ræður því hvaða umsækjandi fær úthlutun.
Á sama tíma, 10. mars klukkan 12:00, verður opnað fyrir bókanir íbúða í eigu félagsins fyrir sama tímabil. Þar gildir reglan fyrstur kemur – fyrstur fær.
Athugið að allir umsækjendur um sumarúthlutun fá tölvupóst að úthlutun lokinni. Greiðslufrestur er til miðnættis 6. apríl.
Þann 7. apríl verður opnað fyrir bókanir þeirra vikna sem ekki var úthlutað eða voru ekki greiddar.
Punktafrádráttur fyrir úthlutun verður sem hér segir:
• 5.6 – 27.06 – 24 punktar
• 27.06 – 08.08 – 36 punktar
• 08.08 – 15.08 – 24 punktar
Athugið að engir punktar eru dregnir frá fyrir leigu á orlofsíbúðum.
Hér er hægt að skrá sig inn á félagavefinn
Hér má lesa fréttabréf sem gefið var út 25.febrúar 2025
Félagsmenn fá fréttabréfið sent séu þeir með netfangið skráð hjá félaginu.