Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til 8. júlí næstkomandi. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.
Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum SGS sem vinna eftir viðkomandi samningi. Geti einhver, sem telur sig eiga atkvæðisrétt, ekki kosið getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu félagsins og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem staðfesta afdregin félagsgjöld. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 09:00 mánudaginn 8. júlí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og innihald samningsins má nálgast hér.