Atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga aðildarfélaga LÍV við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hófst kl. 10:00 í morgun, mánudaginn 18. mars 2024. Atkvæðagreiðslan stendur til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars.

Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði.

Allar upplýsingar um samninginn má finna hér.

Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil.

Þau sem lenda í vandræðum með atkvæðagreiðsluna eru beðin að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 588-9191.