Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara 7.mars 2024. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.

Hér er hægt að sjá allar helstu upplýsingar varðandi nýja samninginn. 

Opnað verður fyrir kosningu kl.12:00 miðvikudaginn 13.mars.

Kynningarfundir um nýjan samning verða haldnir :

  • Ólafsbraut 19, 12.mars kl.20:00
  • Aðalgötu 5, 2h. 14.mars kl.20:00
  • Grundargötu 30, 18.mars kl.20:00