Stjórnir fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt breytingar á eftirfarandi skilyrðum vegna náms eða námskeiðs erlendis.
Sjá má regluna í heild sinni hér að neðan með breytingunum sem eru feitletraðar:
Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður að vera sundurliðuð kostnaðarskipting, þ.e. ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald. Einnig þarf að fylgja með bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum. Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur. Þetta á einnig við um nám/námskeið hjá erlendum vefsíðum.