Samninganefnd SGS skrifaði undir nýjan kjarasamning við ríkið eftir hádegi í gær. Mjög góður árangur náðist við samningagerðina og það án verkfallsátaka. Samið var um krónutöluhækkanir á taxta og er meðal launahækkun á virka taxta um kr. 43.000 allt eftir innröðun í launatöflu á viðkomandi stofnun. Laun verða leiðrétt afturvirkt frá 1. apríl 2023.

Ekki síður mikilvægur árangur náðist með afturvirkar leiðréttingar á stofnansamningum heilbrigðisstofnana sem skal vera lokið fyrir 30. september 2023. Leiðréttingar á heilbrigðisstofnunum hafa það markmið að greidd verði sömu laun fyrir sama starf óháð stéttarfélagi. Vinnuhópur SGS, Verkalýðsfélags Snæfellinga, ríki og viðkomandi stofnun mun yfirfara leiðréttingar á hverjum stað.  Leiðréttingar innan stofnunar verða einnig afturvirkar frá 1. apríl 2023.

Einnig koma til sér hækkanir á laun í ræstingu og vaktálaögum ásamt því sem betri virkni verður á vaktahvata. Þá hækka orlofs- og desemberuppbót sem verða kr. 56.000 og kr. 103.000.

Mikil áhersla er lögð á að ljúka afgreiðslu samningsins sem fyrst þannig að hægt verði að ná launakeyrslu hjá Fjársýslunni sem verður 22. júní. Atkvæðagreiðslan verður sameiginleg meðal allra 18 aðildarfélaga SGS.

UNDIRRITAÐ EINTAK HÉR

Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og hefst kl.15.00 í dag og lýkur kl.15.00 þann 21. júní.

Kjósa hér !

Ef einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt, finnst ekki á kjörskrá getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu félagsins.