Við minnum félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Almennur vinnumarkaður
Orlofsuppbót er 52.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. júní.

Ríki
Orlofsuppbót er 52.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1.júní.

Sveitarfélög
Persónuuppbót er 51.700 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. maí.