Félagsdómur hefur staðfest með dómi þann 17. Desember sl. ágreiningsmál Verkalýðsfélags Snæfellinga gegn Íslandshótelum. Greint var um það hvort að starfsmaður á fyrsta starfsári taki aðeins út veikindarétt sinn þá daga sem hann hefði að óbreyttu átt að vera að vinna, það er þegar hann hefur forfallast, en ekki þegar hann átti að vera í fríi.

Nánar er fjallað um dóminn og talningu veikindadaga á Vinnuréttarvef ASÍ. Jafnframt er rétt að vekja athygli á því að þrátt fyrir dóminn hefur vinnuréttarvefur SA ekki verið uppfærður og því enn haldið fram að telja skuli almanaksdaga við úttekt.