Kæru félagar

Nú þurfum við hjá Verkalýðsfélagi Snæfellinga á ykkar hjálp að halda. Við viljum biðja ykkur að taka þátt í stuttri skoðanakönnun um stöðu ykkar á vinnumarkaði. Það tekur stuttan tíma og allir sem svara komast í pott og geta unnið 30.000 króna gjafakort.

Könnunin er á vegum Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var stofnuð af ASÍ og BSRB nýverið. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi meðal atvinnuleitenda. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina hvaða úrræði atvinnulausir telja að komi þeim best og við hvaða erfiðleika þessi hópur glímir.

Könnunin er tvískipt. Fyrri hlutanum svara allir og tekur aðeins fimm mínútur að svara. Þar er spurt um húsnæði, fjárhagsstöðu, fátækt, líðan, heilsufar, heilbrigðisþjónustu, sumarfrístöku, nýtingu hlutabótaleiðarinnar, viðhorf til atvinnuhorfa og breytinga á atvinnuleysisbótakerfinu.

Seinna hluta könnunarinnar svara einungis þeir sem eru í atvinnuleit eða á uppsagnarfresti og gæti það tekið um 15 mínútur. Þar er spurt um búferlaflutninga í tengslum við starf, atvinnuleit, hverskonar starfi viðkomandi er tilbúinn að taka, hvort hafi verið leitað að starfi, ef ekki þá hvers vegna, viðhorfi til fræðslu og náms, viðhorf til þjónustu Vinnumálastofnunar og stéttarfélags.

Könnunina finnið þið hér

Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.