24. október 1975 lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í dag, 45 árum síðar, er framlag kvenna til samfélagsins ekki enn að fullu metið að verðleikum.
Konur í framlínustörfum vinna hetjudáðir á hverjum degi! Þeim ber að þakka fyrir seiglu sína í krefjandi aðstæðum veirufaraldursins. Sýnum þakklæti samfélagsins í verki!
Metum störf kvenna að verðleikum. Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Kjarajafnrétti STRAX!