Tækninám hefur gert samning við Landsmennt um fulla fjármögnun á ársáskrift að Tækninám.is

Til þess að geta nýtt sér þennan styrk þarf að sækja um hér

Inni á umsóknarsíðunni eru jafnframt nauðsynlegar upplýsingar fyrir umsækjandann. Í umsóknarferlinu velur hann hvaða stéttarfélagi hann er í.

Innifalið í ársáskrift að Tækninám er eftirfarandi:

  • Aðgangur að öllum okkar námskeiðum, sem telja nú um 27, sjá hér núverandi framboð
  • Öll ný námskeið, nýjungar og viðbætur á núverandi námskeiðum, við setjum inn ný námskeið á 4-8 vikna fresti að jafnaði
  • Aðgengi að leiðbeinendum
  • Reglulegar vefstundir þar sem farið er yfir ýmis áhugaverð atriði og nýjungar
  • Aðgangur að sértækum námskeiðum með blönduðu kennslufyrirkomulagi, sjálfsnám, vefstund, æfingar
  • Tækifæri til að taka þátt í að móta áherslur og forgangsröðun í framleiðslu nýrra námskeiða

 

Um Tækninám.is
Tækninám.is er stafrænt fræðsluumhverfi sem bíður upp fjölda námskeiða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Námskeiðin okkar eru fyrst og fremst hugsuð fyrir algjöra byrjendur sem þurfa eða hafa áhuga á að ná tökum á tækninni. Við erum í sífellu að bæta við nýjum námskeiðum og viljum heyra frá ykkur og okkar notendum hvað þið teljið mikilvægast að ná tökum á.