Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarúthlutun í sumarhúsum félagsins og er opið fyrir umsóknir til og með 13.maí. Hægt er að sækja um með því að smella hér.

Vakin er athygli á því að e.t.v. verður útleigan ekki bundin við viku, þ.e. einungis verði leigðir 5 eða 6 dagar. Þetta verður auglýst nánar síðar og mun verða tekið mið af ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda, telji þau ástæðu til að húsin standi meira auð á milli leigutaka, til að minnka líkur á smiti milli fólks.
Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að leigja sumarhúsin einungis út í helgarleigu út maí. Íbúðirnar í Reykjavík eru ennþá í útleigu en þó með þeim takmörkunum að 3 nætur líða á milli gesta.

Starfsfólk félagsins tekur við öllum fyrirspurnum í síma 588-9191 og á verks@verks.is.

Þökkum þolinmæði og skilning á þessum fordæmalausu tímum.
Starfsfólk Verkalýðsfélags Snæfellinga