Nýr kjarasamningur aðildarfélaga SGS og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður þann 3. apríl sl. Atkvæðagreiðsla um hann fer fram frá 12.apríl kl.13:00 og stendur til kl.16:00, 23. apríl . Atkvæðagreiðslan er rafræn og hægt er að kjósa með því að velja hnappinn hér fyrir ofan “greiða atkvæði”.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum SGS sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaga SGS í janúar/febrúar 2019. Kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá.
Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki sent kynningarefnið, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í janúar/febrúar 2019.
Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 16.00 þriðjudaginn 23. apríl en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði. Ítarlegar upplýsingar eru á heimasíðu SGS, www.sgs.is og einnig á síðum einstakra aðildarfélaga – Félagsmönnum er ráðlagt að kynna sér þær vel.

Allar helstu upplýsingar um samninginn má finna hér 

—————-
A new collective agreement was signed between SGS and SA Confederation of Icelandic Enterprise on 3. April. Voting on this agreement will take place between 12. – 23. April. The voting is electronic and you can vote by clicking on the “vote here” button on top of this post.

More information in English and Polish here