Verkalýðsfélag Snæfellinga 10 ára

2018-10-22T14:16:34+00:0022. október 2018|

Í dag 22.október eru 10 ár síðan Verkalýðsfélag Snæfellinga var stofnað. Það voru þrjú félög sem sameinuðust, Verkalýðsfélag Stykkishólms, Verkalýðsfélagið Stjarnan í Grundarfirði og Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar. Fyrsti formaður félagsins var Þorsteinn Sigurðsson í Stykkishólmi en síðan hefur undirritaður verið formaður. Það væri allt of langt mál að rekja sögu þessara félaga en þó má geta þess að Verkalýðsfélag Stykkishólms var orðið 99 ára.
Verkalýðsfélag Snæfellinga er blandað félag með verkafólk, verslunarfólk og sjómenn sem í heild telja um 1400 félagsmenn. Félagið á 5 íbúðir í Reykjavík, sumarbústaði í Húsafelli og Svignaskarði ásamt fjórðungshlut í íbúð á Alicante svæðinu á Spáni. Það hefur ýmislegt breyst á þessum 10 árum bæði atvinnuhættir og annað sem kallar á breytta starfsemi félagsins. Þannig að í dag fögnum við 10 ára afmæli félagsins.

Sigurður A. Guðmundsson